Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. febrúar 2023 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja tap Willums í röð
Mynd: Go Ahead Eagles
Willum Þór Willumsson og félagar í Go Ahead Eagles töpuðu þriðja leiknum í röð í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld er það beið lægri hlut fyrir RKC Waalwijk, 3-1.

Íslendingurinn spilaði allan leikinn með Eagles og er í lykilhlutverki þar en það er lítið að ganga upp þessa dagana.

Liðið hefur fengið á sig ellefu mörk í síðustu fjórum deildarleikjum, þar af tapað þremur og gert eitt jafntefli.

Eagles situr í 12. sæti deildarinnar með 19 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Berglind Rós Ágústsdóttir kom þá inná sem varamaður þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir er Reacreativo Huelva tapaði fyrir Sevilla, 1-0, í La Liga. Huelva er í 11. sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner