Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Garðar Örn rifjar upp kynni sín af Glenn Roeder
Mynd: Getty Images
Garðar Örn Hinriksson, eða Rauði baróninn eins og hann er oft kallaður, rifjaði í gær upp kynni sín af Glenn Roeder, fyrrum stjóra West Ham og Newcastle. Roeder kvaddi þennan heim í gær, blessuð sé minning hans.

Roeder naut mikilla vinsælda sem stjóri og var hinn viðkunnanlegasti í samksiptum.

Garðar var varadómari í Evrópuleik hjá Newcastle á St. James' Park árið 2006 og sagði, í athugasemd við frétt Fótbolta.net í gær, skemmtilega frá samskiptunum við Roeder og bar honum vel söguna. Athugasemdina má lesa hér að neðan.


„Glenn var flottur gaur. Ég var varadómari í leik hjá Newcastle United í Evrópukeppninni á St James´Park í Newcastle árið 2006. Þá var Glenn knattspyrnustjóri félagsins. Ég þurfti að hafa töluverð afskipti af honum í leiknum, á góðu nótunum þó, þar sem hann átti það mjög oft til að standa í boðvangnum og fylgjast bara með leiknum. Í þá daga voru þjálfarar og knattspyrnustjórar múlaðir niður af FIFA og UEFA og máttu ekki standa þar nema til að gefa skipanir inn á völlinn (sem betur fer er búið að breyta því). Því varð ég oft að benda honum á að þetta mætti hann ekki og þyrfti því að sitja á bekknum."

„Í eitt skiptið þegar ég var að fara að benda honum á þetta, brosti hann til mín og sagði við mig áður en ég náði að tjá mig: "I could see you in the corner of my eye", og síðan gekk hann í burtu brosandi og settist svo á varamannabekkinn. Ég vildi óska þess að allir þjálfarar og knattspyrnustjórar væru jafn þægilegir og Glenn. Blessuð sé minning hans."

Athugasemdir
banner
banner