Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kemur mér mest á óvart við hann að hann er fæddur árið 2005"
Jói var kynntur í dag
Jói var kynntur í dag
Mynd: Norrköping
Jóhannes Kristinn Bjarnason var í dag tilkynntur sem leikmaður IFK Norrköping. Jóhannes, sem er sonur Bjarna Guðjónssonar, varð sextán ára fyrir tæpri viku síðan.

Bjarni tók við U19 ára liði Norrköping í síðustu viku en voru þeir báðir hjá KR í fyrra, Bjarni sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks og Jóhannes sem leikmaður.

Jóhannes kom við sögu í einum bikarleik og einum deildarleik og unnust báðir leikir. Hann var þá á bekknum í bæði undankeppni Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar.

Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, var til viðtals hér á Fótbolta.net í síðustu viku og var hann spurður út í Jóhannes.

„Eiður Smári, Gylfi Sig, Jóhannes Kristinn... það kemur maður í manns stað," sagði Flóki léttur.

„Ég ætla nú ekki að setja of mikla pressu á Jóa en ég er nokkuð viss um að hann muni spila í einni af stærstu deildum heims. Hann hefur alla burði til þess og ég hef trú á því að hann muni verða einn af stóru leikmönnum Íslands í framtíðinni."

Hvað er það við Jóhannes sem kemur mest á óvart?

„Það kemur mér mest á óvart við hann að hann er fæddur árið 2005," sagði Flóki.

Flóki um Bjarna Guðjóns:
„Engin spurning að hann á eftir að standa sig vel"
Athugasemdir
banner
banner
banner