Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. mars 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vissi að Kolbeinn færi erlendis - „Getur farið enn lengra"
Síðan ég spilaði með honum í Breiðabliki þá vissi ég að hann myndi fara erlendis til að spila og gera góða hluti þar
Síðan ég spilaði með honum í Breiðabliki þá vissi ég að hann myndi fara erlendis til að spila og gera góða hluti þar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar hann skrifaði undir hjá Lommel var ég mjög glaður
Þegar hann skrifaði undir hjá Lommel var ég mjög glaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Hendrickx var til viðtals hér á Fótbolta.net fyrr í dag. Hann fór þar yfir skiptin yfir í KA frá belgíska félaginu Lommel og ýmislegt annað.

Hendrickx lék með Kolbeini Þórðarsyni hjá Lommel í eitt og hálft ár, áður voru þeir liðsfélagar hjá Breiðabliki. Fréttaritari spurði Hendrickx út í Kolbein.

Viðtalið við Hendrickx:
Pössuðu ekki lengur inn í stefnu Lommel - „Sama hvað fólk segir um mig"

Hvað geturu sagt mér um Kolbein?

„Kolli er mjög góður leikmaður og mjög góður vinur minn. Síðan ég spilaði með honum í Breiðabliki þá vissi ég að hann myndi fara erlendis til að spila og gera góða hluti þar," sagði Hendrickx.

Hversu langt getur Kolbeinn náð?

„Ég tel að hann geti spilað í efstu deild í Belgíu, alveg klárt, því hann er með mikla tækniega getu, leggur mjög mikið á sig og er með mikinn vilja. Hann les líka leikinn mjög vel og getur skorað mörk svo dæmi séu tekin um styrkleika Kolbeins. Eftir efstu deild í Begíu getur hann farið enn lengra en það er erfitt að segja hversu langt á þessum tímapunkti því það fer eftir því hvernig hann stendur sig hjá næsta liði."

Hendrickx hélt áfram: „Þegar hann skrifaði undir hjá Lommel var ég mjög glaður og ég hjálpaði honum að líða eins og heima hjá sér í Belgíu. Þú verður að spyrja hann hversu mikið hann elskar 'Speculoos krem'. Ég er viss um að hann mun taka svoleiðis með sér heim eftir tímabilið."

„Við vorum mikið saman og hann er mjög góður vinur minn,"
bætti Hendrickx við.

Sjá einnig:
Kolbeinn vill skapa sér nafn í Belgíu - „Sem betur fer eru komnir nýir eigendur" (14. maí '20)
Pössuðu ekki lengur inn í stefnu Lommel - „Sama hvað fólk segir um mig"
Athugasemdir
banner
banner