Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. mars 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Pössuðu ekki lengur inn í stefnu Lommel - „Sama hvað fólk segir um mig"
KA stefnir hátt í sumar og í framtíðinni og ég er mjög spenntur að vera hluti af því verkefni
KA stefnir hátt í sumar og í framtíðinni og ég er mjög spenntur að vera hluti af því verkefni
Mynd: KA
Ég tók þá ákvörðun sem ég held að sé best fyrir mig.
Ég tók þá ákvörðun sem ég held að sé best fyrir mig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef alltaf notið þess að spila á Íslandi, ég þekki landið og þekki deildina.
Ég hef alltaf notið þess að spila á Íslandi, ég þekki landið og þekki deildina.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stefán var og er mjög góð manneskja
Stefán var og er mjög góð manneskja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég og Seba, sem KA fékk líka, pössuðum ekki inn í þessa sýn
Ég og Seba, sem KA fékk líka, pössuðum ekki inn í þessa sýn
Mynd: KA
Ég átti nokkur samtöl við Sævar og Arnar til að ræða um þeirra hugmyndir
Ég átti nokkur samtöl við Sævar og Arnar til að ræða um þeirra hugmyndir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég mun alltaf skila mínu inn á vellinum og gera mitt besta fyrir liðið.
Ég mun alltaf skila mínu inn á vellinum og gera mitt besta fyrir liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Hendrickx gekk í raðir KA fyrir um mánuði síðan frá belgíska liðinu Lommel. Hann er 27 ára bakvörður sem leikið hefur með FH og Breiðabliki hér á landi.

Fótbolti.net hafði samband við Belgann í gær og spurði hann út í félagaskiptin og ýmislegt annað. Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Blæs á sögur um að hann sé erfiður
Fyrsta spurningin sem Hendrickx fékk var varðandi slúður um hann og umræðu í hlaðvarpsþáttum. Einhver umræða hefur verið um að Hendrickx geti verið erfiður og vandræði í tengslum við heimþrá til Belgíu. Hvað hefur hann að segja um það?

„Ég myndi ekki segja að ég sé erfiður, nei er mitt svar við þeirri spurningu," sagði Hendrickx.

„Auðvitað sem útlendingur verandi erlendis þá koma stundir þar sem þú saknar fjölskyldu og vilt sjá hana. Ef við setjum Íslending í sömu stöðu erlendis þá eru miklar líkur á því að sama sé upp á teningnum hjá honum, það munu pottþétt koma dagar þar sem hann myndi elska að vera heima með fjölskyldu og vinum."

„En mér er í raun sama um hvað fólki finnst um mig eða segir því ég veit að ég mun alltaf skila mínu inn á vellinum og gera mitt besta fyrir liðið."


Spenntur að vera hluti af verkefni KA
Snúum okkur að KA, sögur voru sagðar af áhuga FH og Breiðabliks. Hvers vegna varð KA fyrir valinu?

„Já, ég var í viðræðum við þessi þrjú félög, öll voru þau mjög áhugasöm og eru með háleit markmið fyrir komandi sumar. Ég tók þá ákvörðun sem ég held að sé best fyrir mig."

„Ég átti nokkur samtöl við Sævar og Arnar til að ræða um þeirra hugmyndir og hvernig Arnar vill spila, þessi samtöl fannst mér mjög áhugaverð. Ég þekkti Arnar aðeins sem þjálfara frá því hann var í Belgíu og hafði einungis heyrt góða hluti um hann. Það var auðvelt að tala við hann því við sjáum fótbolta á sama hátt. KA stefnir hátt í sumar og í framtíðinni og ég er mjög spenntur að vera hluti af því verkefni. Ég vil hjálpa liðinu og félaginu að ná sínum markmiðum."


Sagt var frá samkomulagi Hendrickx í nóvember en félagaskiptin voru ekki staðfest fyrr en eftir miðjan janúar. Hvers vegna?

„Það er rétt að við náðum samkomulagi okkar á milli mjög hratt seint í nóvember. Ástæðan fyrir því að þetta var ekki tilkynnt fyrr var sú að á þeim tíma var ég samningsbundinn. Ég var ennþá hjá Lommel svo ég mátti ekki skrifa undir neitt fyrr en í janúar. Um leið og janúar gekk í garð þá var allt frágengið."

Hendrickx var orðaður við félög í Rúmeníu, af hverju valdi hann að spila á Íslandi fram yfir Rúmeníu?

„Það var í raun mjög auðveld ákvörðun. Ég hef alltaf notið þess að spila á Íslandi, ég þekki landið og þekki deildina. Rúmenía er land þar sem hlutirnir geta verið frábærir eða hræðilegir, fer eftir félaginu og stöðunni hjá þér. Ég þekki nokkra leikmenn sem hafa farið þangað og komu til baka þremur mánuðum seinna því þeir höfðu ekki fengið greitt. Það var eitthvað sem heillaði mig ekki."

„Hér veit ég að ég verð ánægður og ég naut fyrstu tveggja leikjanna sem ég hef leikið til þessa."


Hendrickx sagði í viðtali um daginn að markmið KA væri að ná Evrópusæti, einu af efstu þremur sætunum. Eftir að hafa verið u.þ.b. mánuð á Akureyri, hefur sýn hans eitthvað breyst?

„KA vill spila í Evrópu og það er stór ástæða fyrir því að ég kom. Það verður áskorun en mér líkar sú áskorun og get ekki beðið eftir að mótið byrjar. Eftir tæplega mánuð hér þá er mín tilfinning að við séum með mjög góðan hóp. Ég veit að félagið er áfram að leita að enn meiri gæðum til að styrkja hópinn því ef við ætlum í Evrópu þá þurfum við á öllum að halda, allur hópurinn þarf að vera sterkur, ekki bara ellefu sem eiga að byrja."

„Við erum með nokkra mjög öfluga leikmenn í liðinu, góða blöndu af reynslu og ungum og hæfileikaríkum leikmönnum. Ég er viss um að við getum barist um þessi Evrópusæti. Við erum að vinna hart að því að verða klárir fyrir upphaf tímabilsins."


Það getur stundum verið mjög langt frá Reykjavík til Akureyrar og ekki allir sem eru vanir höfuðborgarsvæðinu leggja í að halda norður. Hvernig lítur það við Hendrickx að vera á Akureyri?

„Fyrir mér er eini munurinn á því að spila hér eða í Reykjavík sá að við þurfum að fljúga suður í annarri hverri viku til að spila þar. Þess utan verður þetta alls ekkert vesen. Akureyri er flottur bær á flottu svæði með fjöllin allt í kring. Bærinn er lítill en mjög notalegur og mér líkar vel til þessa."

Pössuðu ekki lengur inn í stefnu félagsins
Af hverju varð Hendrickx ekki áfram hjá Lommel?

„Lommel var keypt af eigendum Manchester City, City Football Group og síðan hefur margt breyst hjá félaginu. Lommel er að verða að félagi þar sem ungir leikmenn fá tækifæri til að taka næsta skref, ungir leikmenn t.d. frá unglingastarfi City. Svo geta leikmenn farið frá Lommel í stærri félög í eigu sama félags eða seldir annað."

„Ég og Seba, sem KA fékk líka, pössuðum ekki inn í þessa sýn. Við spiluðum báðir mikið síðustu tímabil en okkur var sagt að við myndum ekki fá nýjan samning og því var okkur frjálst að finna nýtt félag í janúar."

„Ég naut þess að spila með Lommel, spilaði mikið og skoraði mörg mörk en núna er einbeitingin öll á framtíð minni með KA."


Erfið byrjun varð Stefáni að falli
Stefán Gíslason var þjálfari Lommel í nokkra mánuði 2019. Hvernig ber Hendrickx honum söguna og af hverju gekk þetta ekki upp hjá Stefáni?

„Stefán var og er mjög góð manneskja sem var mjög náinn leikmannahópnum sínum. Þetta var erfitt fyrir hann í Belgíu því þú færð ekki mikinn tíma þar, þú verður að ná í úrslit strax eða þú verður rekinn. Fyrstu 2-3 leikirnir voru mjög góðir hjá okkur en við náðum ekki í nein stig. Við töpuðum þeim leikjum á smáatriðum og svo versnaði staðan alltaf."

„Hann var búinn að vera hjá Leikni sem aðalþjálfari en annars var þetta hans fyrsta reynsla sem slíkur. Lommel vildi halda sér í deildinni og eftir átta eða níu leiki vorum við í neðsta sæti svo við vissum að þetta gæti gerst, svo gerðist það eftir tap á útivelli gegn Virton."

„Það er erfitt að segja af hverju þetta gekk ekki hjá Stebba. Ef við hefðum unnið fyrstu leikina þá hefði þetta örugglega ekki gerst en svona er fótboltinn."


Bestu liðin gætu staðið sig vel í belgísku B-deildinni
Hvernig finnst Hendricx gæðin í Pepsi Max-deildinni vera í samanburði við belgísku B-deildina?

„Mér finnst Pepsi Max-deildin alltaf verða sterkari með hverju árinu. Þegar þú horfir á stóru liðin, Val, FH, Breiðablik, KR, Stjörnuna og ég vil meina KA líka þá eru þetta öll lið sem vilja ná í Evrópusæti sem hlýtur að þýða að deildin verði betri þegar öll þessi lið keppast við að ná því markmiði."

„B-deildin í Belgíu er mjög erfið þar sem það eru bara átta lið svo öll lið eru að berjast um að verða meistari eða falla ekki úr deildinni. Það eru margir sterkir einstaklingar og hörð barátta."

„Ég held að efstu sex liðin í deildinni hér geti spilað í B-deildinni og gert vel. Auðvitað er samt stór munur á fjármagninu sem liðin hafa. Liðin í B-deildinni í Belgíu eru með meira fjármagn en liðin í efstu deild hér, þau geta borgað betur og eru með mjög sterka leikmannahópa,"
sagði Hendrickx.
Athugasemdir
banner
banner