Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 01. mars 2024 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ingó Sig í Víking Ó. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingólfur Sigurðsson er genginn til liðs við Víking Ólafsvík frá KV.


Þessi 31 árs gamli leikmaður gekk til liðs við KV árið 2020 þegar liðið var í 3. deild en KV spilaði í Lengjudeildinni sumarið 2022 en féll aftur niður í 2. deild.

Hann lék 68 leiki fyrir KV í deild og bikar og skoraði 17 mörk.

Ingólfur er uppalinn í Val en lék einnig með yngri flokkum KR. Hann hefur reynt fyrir sér í atvinnumennsku en hann fór ungur að árum til Herenveen en hefur einnig verið á mála hjá danska liðinu Lyngby og hollenska liðinu VV IJsselmeervogels.

Hann mun nú taka slaginn með Víkingi í 2. deildinni en liðið hafnaði í 5. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner