Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 01. mars 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Raiola bað forseta Napoli um hætta við að fá Haaland - „Tilboðið var klárt“
Mino Raiola, heitinn, bað forseta Napoli um greiða
Mino Raiola, heitinn, bað forseta Napoli um greiða
Mynd: Getty Images
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland hefði getað samið við ítalska félagið Napoli fyrir fjórum árum en ítalski umboðsmaðurinn Mino Raiola sá til þess það yrði ekkert úr því.

Haaland var að raða inn mörkum með Salzburg í Austurríki og öll stærstu félögin að fylgjast með honum.

Ole Gunnar Solskjær vildi fá hann til Manchester United en það var Napoli sem var tilbúið í startholunum og að undirbúa tilboð áður en Raiola, fyrrum umboðsmaður Haaland, hafði samband við forsetann.

„Ég var við það að kaupa Erling Haaland fyrir 50 milljónir evra frá Salzburg. Opinberlega tilboðið var klárt en Mino Raiola sagði við mig: „Ég bið þig, ekki reyna að fá Erling því ég er þegar búinn að plana næstu félagaskipti hans“,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli,

Haaland fór því til Borussia Dortmund, þar sem hann sló í gegn, áður hann hélt til Manchester City árið 2022.

Rafaela Pimenta er nú umboðskona Haaland eftir að Raiola lést eftir stutt veikindi.
Athugasemdir
banner
banner
banner