Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. apríl 2020 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hudson-Odoi: Mér líður fullkomlega
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi, kantmaður Chelsea, er búinn að ná sér af kórónuveirunni.

Hudson-Odoi greindist með kórónuveiruna í mars og varð hann fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni til að fá veiruna.

Hudson-Odoi fékk væg einkenni og er búinn að vera í einangrun heima hjá sér síðustu vikurnar. Hann er búinn að ná sér og langar ólmur að fara aftur að spila fótbolta - þó að það verði líklega eitthvað í að hann geri það.

Í viðtali við heimasíðu Chelsea sagði Hudson-Odoi: „Mér líður fulkomlega. Ég er kominn aftur í fyrra stand og það er allt í góðu hjá mér."

„Ég var með kórónuveiruna fyrir þremur vikum núna held ég. Á mánudegi var ég með hita, en daginn eftir leið mér vel. Ég hélt að þetta væri bara vægur hiti, en það var augljóslega ekki þannig."

„Ég vil að fótboltinn hefjist aftur eins fljótt og mögulegt er, ég væri til í að hann myndi byrja aftur í dag, en þessi faraldur er að breiðast út og hann mun halda áfram að gera það. Við viljum að allir séu öruggir og líði vel."

Þegar fótboltinn hefst aftur stefnir hinn 19 ára gamli Hudson-Odoi á að sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate. Leikmaðurinn efnilegi ætlar sér á EM, sem fer núna fram á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner