Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. apríl 2023 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Potter tekur ábyrgð á tapinu - „Fáum frábært tækifæri til að svara fyrir þetta"
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Graham Potter, stjóri Chelsea, var vonsvikinn með 2-0 tapið gegn Aston Villa á Stamford Bridge í dag, en segir að nú þurfa leikmenn að svara fyrir tapið.

Chelsea óð í færum í leiknum en gat ómögulega komið boltanum í markið.

Villa nýtti tvö færi og var það nóg til að fara með sigur af hólmi en Chelsea er nú ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti.

„Mikilvægasta tölfræðin í leiknum er sú sem fór gegn okkur í dag. Við verðum að gera betur. Þú sást það í leiknum að leikmenn gáfu allt í þetta og tóku ábyrgðina og reyndu. Þeir fengu mörg tækifæri í teignum.“

„Fyrsta markið sem við fáum á okkur var slakt og þá kemur tilfinningaflóð í kjölfarið og réttilega bara. Við erum vonsviknir því við erm 1-0 undir en leikmennirnir náðu að bergðast við því og héldu áfram. Seinna markið voru vonbrigði því við byrjuðum síðari hálfleikinn svo vel.“

„Ef þú horfir á tölfræðina fyrir utan mörkin þá er hægt að taka margt jákvætt úr þessu, en í augnablikinu líður manni ekki eins og það sé eitthvað jákvætt við þetta.“

„Það eru alltaf vonbrigði eftir svona töp og tilfinningin um að að við höfum ekki tekið skrefið fram á við kemur oft upp. Það er alveg óhætt að segja það, en við verðum að greina þessa frammistöðu og horfa á hlutina sem við gerðum vel og hvað við getum gert betur. Varnarlega vorum við aftur of opnir en ef þú horfir á tölfræðina þá fengum við fullt af færum, einn á einn, en það mikilvægasta er að koma boltanum í netið og þar vorum við á eftir.“

„Ég vil ekki kenna einhverjum um. Ég verð að taka ábyrgðina. Við erum lið og verðum að þjappa okkur saman. Við eru msaman í þessu, hvort sem við vinnum eða töpum.“


Chelsea mætir Liverpool á Stamford Bridge á þriðjudag og fær liðið því tækifæri til að svara fyrir tapið í dag.

„Við munum jafna okkur á þessu og undirbúa okkur svo fyrir næsta leik. Við fáum frábært tækifæri til að svara fyrir þetta í næsta leik og er mikil tilhlökkun fyrir því,“ sagði Potter.
Athugasemdir
banner
banner
banner