Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 01. maí 2016 22:03
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Arnar Grétars: Auðvitað er maður drullusvekktur
Arnar Grétarson var ekki sáttur eftir tap gegn Víkingi Ó.
Arnar Grétarson var ekki sáttur eftir tap gegn Víkingi Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur eftir 1-2 tap gegn Víkingi frá Ólafsvík í kvöld.

Blikarnir voru undir í hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn áf miklum krafti og náðu að jafna leikinn. Kenan Turudija skoraði hins vegar stórglæsilegt sigurmark þegar átta mínútur voru eftir og þar við sat.

Arnar segir sitt lið hafa átt meira skilið í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Víkingur Ó.

„Það er svekkelsi að tapa leiknum. Mér fannst við ekki eiga það skilið en fótboltinn er oft brutal. Þeir skora tvö stórglæsileg mörk."

„Auðvitað er maður drullusvekktur að enda með núll stig en þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan."

Arnar var spurður hvort hann væri til í gervigras í Kópavoginn en grasið er ekki í merkilegu ástandi á þessum tíma árs.

„Ég myndi ekki segja nei við því," sagði Arnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner