Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 01. júní 2020 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikur: Tveir Víkingar með tvennu í sigri á Stjörnunni
Óttar gerði tvö af mörkum Víkinga.
Óttar gerði tvö af mörkum Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 4 - 3 Stjarnan
1-0 Óttar Magnús Karlsson
1-1 Guðjón Baldvinsson
1-2 Emil Atlason
2-2 Óttar Magnús Karlsson
3-2 Viktor Örlygur Andrason
4-2 Viktor Örlygur Andrason
4-3 Emil Atlason
Rautt spjald: Kári Árnason, Víkingur R.

Víkingur fór með sigur af hólmi gegn Stjörnunni í æfingaleik sem fram fór á Víkingsvelli í dag. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir átökin í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir, en Guðjón Baldvinsson jafnaði fyrir Stjörnuna. Svo fékk landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason að líta rauða spjaldið fyrir brot á Alex Þór Haukssyni. Víkingar fengu að leika 11 gegn 11 í síðari hálfleik þrátt fyrir rauða spjaldið sem Kári fékk.

Emil Atlason kom Stjörnunni yfir, en heimamenn svöruðu því frábærlega. Óttar Magnús jafnaði með marki úr aukaspyrnu og svo skoraði miðjumaðurinn Viktor Örlygur Andrason tvö mörk eftir það. Emil Atlason minnkaði muninn í blálokin og lokatölur því 4-3 fyrir Víking í þessum æfingaleik.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner