Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júní 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Midtjylland sýndi leikinn á bílastæðinu
Mynd: Getty Images
Danski boltinn er farinn af stað án áhorfenda og tapaði topplið Midtjylland óvænt gegn Horsens á heimavelli sínum í dag. Mikael Neville Andersson var í byrjunarliði heimamanna og spilaði fyrstu 58 mínúturnar.

Félagið var með sniðuga lausn á Covid-19 vandanum sem gerði stuðningsmönnum kleift að mæta á völlinn, eða bílastæðið öllu heldur, og horfa á leikinn.

Bílaplani Midtjylland var breytt í bílabíó. Komið var fyrir tveimur risaskjáum og gátu áhorfendur hlustað á lýsingu í útvarpi.

Pláss var fyrir rúmlega 2000 bíla á planinu. Þar að auki voru útprentaðar ljósmyndir af stuðningsmönnum á áhorfendapöllunum.

Mið-Jótlendingar eru með níu stiga forystu þrátt fyrir tapið. Ellefu umferðir eru eftir af danska deildartímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner