Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Planið gengið upp hjá Elísabetu - Hópurinn aldrei eins breiður
Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009.
Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009.
Mynd: Kristianstad
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, er spennt fyrir komandi tímabili.

Úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð á að hefjast helgina 27-28. júní. Svíar hafa tekið kórónaveirufaraldrinum mun lausari tökum en flest önnur lönd og hafa æfingar og æfingaleikir meðal annars verið leyfðir síðustu mánuði.

Elísabet segir í samtali við Expressen að hún hafi gert plan í mars þar sem áætlað var að keppni myndi hefjast 1. júlí. Það plan hefur gengið eftir og er því lið Kristianstad á góðum stað.

Elísabet hefur stýrt Kristianstad frá 2009, en hún er mjög sátt með leikmannahóp sinn fyrir tímabilið sem framundan er.

„Við höfum aldrei verið með svona breiðan hóp. Við erum með 21 leikmenn í okkar hóp og þær eru margar svipað góðar. Ég er enn ekki með neitt byrjunarlið í höfðinu. Ég hef trú á því að þétt leikjadagskrá muni nýtast okkur vel," segir Elísabet, en á síðasta ári hafnaði Kristianstad í sjöunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner