Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford með sterk skilaboð: Við skiptum máli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford hefur bæst í hóp þeirra knattspyrnumanna sem sýna George Floyd og baráttunni gegn kynþáttafordómum og valdníðslu lögreglunnar í Bandaríkjunum opinberan stuðning.

Floyd er einn af mörgum svörtum Bandaríkjamönnum sem hafa verið myrtir af lögreglunni og hafa gífurleg mótmæli brotist út í kjölfarið.

Rashford, sem er sjálfur dökkur á hörund, hefur tekið því sem gerðist nærri sér og vill leggja málstaðnum lið. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur í baráttunni gegn efnahagsáhrifum Covid-19 að undanförnu og tókst að safna rúmlega 20 milljónum punda til að fæða hungruð börn á Englandi.

„Ég veit að þið hafið ekki heyrt í mér í nokkra daga. Ég hef verið að reyna að melta það sem er í gangi í heiminum," skrifaði Rashford í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum.

„Undanfarið hef ég verið að biðja fólk um að standa saman en við virðumst aldrei hafa staðið fjarri hvoru öðru. Fólk er sárt og þarf svör.

„Svört líf skipta máli.

„Svört menning skiptir máli.

„Svört samfélög skipta máli.

„Við skiptum máli."




Sjá einnig:
Marcus Thuram heiðraði minningu George Floyd
Fyrsta þrenna Sancho súrsæt: Við erum sterkari saman
Rose stoltur af Thuram: Skilaboðin komust til skila
Rangt að refsa Sancho fyrir „Justice for George Floyd"
Leikmenn Liverpool senda öflug skilaboð
Athugasemdir
banner
banner
banner