Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 09:30
Kári Snorrason
Rooney hefur engar efasemdir um Rosenior - „Jafn góður og allir sem ég hef unnið með“
Rosenior er að öllum líkindum næsti stjóri Chelsea.
Rosenior er að öllum líkindum næsti stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
Rosenior var aðstoðarmaður Rooney hjá Derby.
Rosenior var aðstoðarmaður Rooney hjá Derby.
Mynd: EPA
Allar líkur eru á því að Liam Rosenior taki við stjórnartaumunum á Chelsea eftir að Ítalanum Enzo Maresca var vikið frá störfum í upphafi árs. Rosenior, sem er þjálfari Strasbourg, er lentur í London og er í viðræðum við félagið.

Wayne Rooney ber góða sögu af Rosenior, en hann var aðstoðarmaður Rooney hjá Derby fyrir fjórum árum. Hann segir hafa engar efasemdir um að Rosenior muni vegna vel hjá Lundúnarliðinu.

„Hann hefur tekið áhættur og vonandi borgar það sig. Að mínu mati er Liam jafn góður þjálfari og allir þeir sem ég hef unnið með.“

„Hann hefur líka hlið sem þú vilt ekki lenda upp á kant við,“ sagði Rooney. Það er líka mikilvægt. Ef hann fer þangað mun hann ekki valda vonbrigðum. Hann hefur beðið eftir tækifæri sem þessu.

„Ef hann grípur ekki tækifærið núna, þá mun hann aldrei grípa það. Og ég held að hann sé búinn með lærdóminn, hann hefur lagt á sig vinnuna til að reyna að fá þetta starf.“


Einu ensku stjórarnir í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir eru Eddie Howe stjóri Newcastle, Scott Parker stjóri Burnley og Sean Dyche stjóri Nottingham Forest.

Rosenior var aðstoðarmaður Rooney á árunum 2021 og 2022 en því næst tók hann við aðalliði Hull. Því næst var hann fenginn sem þjálfari Strasbourg, en franska félagið er í eigu BlueCo sem á jafnframt Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner