Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 01. júní 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að Sane verði hluti af ungu og spennandi liði Bayern
Uli Hoeness, heiðursforseti hjá Bayern München í Þýskalandi, vonast til að félagið muni næla í kantmanninn Leroy Sane frá Manchester City í sumar.

Sane, sem er 24 ára, hefur lengi verið orðaður við Bayern en samningur hans hjá City endar á næsta ári.

„Með Joshua Kimmich, Niklas Sule, David Alaba, Thiago og vonandi Leroy Sane, þá verðum við með ungt og skemmtilegt lið. Ef allt gengur vel þá er nýr kafli að hefjast hjá Bayern," sagði Hoeness við Bayern1.

Kai Havertz, tvítugur leikmaður Bayer Leverkusen, er annar leikmaður sem gæti verið hluti af framtíð Bayern. Hoeness hefði gaman að því að sjá Bayern kaupa Havertz, en er ekki svo viss um að það gerist í sumar.

Bayern er með þægilegt forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, en hér að neðan má sjá hvernig staðan í deildinni er.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner