Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   fim 01. júní 2023 12:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Arsenal skrifar um Sveindísi fyrir úrslitaleikinn
watermark Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er á laugardaginn og þar á Ísland fulltrúa. Sveindís Jane Jónsdóttir er leikmaður Wolfsburg sem mun mæta Barcelona í úrslitaleiknum.

Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, skrifar pistil í Guardian fyrir úrslitaleikinn þar sem Sveindís kemur meðal annars fyrir.

Arsenal mætti Wolfsburg í undanúrslitunum þar sem þýska liðið hafði betur. Sveindís spilaði mjög stóra rullu í því einvígi og áttu varnarmenn Arsenal í vandræðum með hana.

„Þegar þú horfir í taktík þá er einn af lykilpunktunum fyrir þennan leik hvernig Lucy Bronze, ef hún er heil, tekst að eiga við íslenska framherjann, Sveindísi Jane," skrifar Eidevall en Sveindís er líklega fljótasti leikmaður í heimi, allavega ein af þeim.

Eidevall heldur áfram og segir:

„Á síðasta ári vann Barcelona samanlagt 5-3 sigur á Wolfsburg í undanúrslitunum. Sveindís spilaði þá hægra megin og hún var mikið í því að hlaupa til baka og verjast. Það er mikið gott í leik Sveindísar, en hún er ekki góður varnarmaður. Hún er hins vegar einn besti leikmaður í heimi þegar kemur að því að sækja hratt."

Eidevall telur að Sveindís geti verið mikilvæg í sóknarleik Wolfsburg í úrslitaleiknum og sérstaklega þegar þýska liðið sækir hratt. „Ég hlakka til að sjá hvernig Barcelona tekst á við þessa hættu," segir sænski þjálfarinn sem er spenntur fyrir úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner