De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fim 01. júní 2023 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Stuttgart staðráðið í að halda sæti sínu í deildinni
Mynd: EPA
Stuttgart 3 - 0 Hamburger SV
1-0 Konstantinos Mavropanos ('1 )
2-0 Josha Vagnoman ('51 )
3-0 Serhou Guirassy ('54 )
Rautt spald: Anssi Suhonen ('69, Hamburger SV )

Stuttgart er einum leik frá því að tryggja sæti sitt í þýsku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann Hamburger SV, 3-0, í fyrri leik liðanna í umspilinu.

Stuttgart hafnaði í þriðja neðsta sæti þýsku deildarinnar og þurfti því að fara í umspil gegn Hamburger SV, sem hafnaði í 3. sæti B-deildarinnar.

Gæðamunurinn var gríðarlegur. Gríski varnarmaðurinn Konstantinos Mavropanos skoraði opnunarmarkið eftir 45 sekúndur með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu.

Þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar átti Josha Vagnoman konfektsendingu í gegn á Serhou Guirassy sem var kominn einn á móti markverði en afgreiðslan slök og markvörður Hamburger sá við honum.

Enzo Millot vann vítaspyrnu fyrir Stuttgart nokkrum mínútum síðar og fór Guirassy á punktinn en Daniel Heuer Fernandes varði frá honum.

Stuttgart hélt áfram að sækja í síðari og gerði Josha Vagnoman annað markið. Millot sendi boltann frá vinstri inn í teiginn og var Vagnoman einn á auðum sjó og skoraði örugglega.

Guirassy bætti upp fyrir mistök sín í fyrri hálfleiknum og gerði út um leikinn með þriðja markinu með skalla eftir hornspyrnu á 54. mínútu. Anssi Suhonen, leikmaður Hamburger, fékk að líta rauða spjaldið fimmtán mínútum síðar og bætti það gráu ofan á svart fyrir gestina.

Öruggt hjá Stuttgart sem mætir Hamburger SV úti í síðari leiknum þann 5. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner