mið 01. júlí 2020 15:12
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu nýja landsliðstreyju Íslands - Samningur við Puma tekur gildi
Icelandair
Mynd: KSÍ
Samningur KSÍ við Puma hefur tekið gildi frá og með deginum í dag og nú hefur ný landsliðstreyja Íslands verið opinberuð. Í þessari treyju munu landslið okkar í fótbolta spila.

Samingur KSÍ og Puma er til sex ára.

Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í nýju treyjunni verður Ísland - England þann 5. september á Laugardalsvelli. Leikur í Þjóðadeildinni.

Hægt verður forpanta nýja búninginn síðar í þessum mánuði en vonir standa til að hann komi til landsins í kringum Verslunarmannahelgina. Markmannstreyja og varabúningur verða kynntir í ágúst.

Á þessari síðu má fræðast nánar um merkið og hugmyndirnar á bak við það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner