Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   mið 01. júlí 2020 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Bilbao tók Evrópusætið af Valencia
Athletic Bilbao er komið yfir Valencia í spænsku deildinni og vermir síðasta Evrópusætið.

Raul Garcia var hetja Baska er liðin mættust í dag. Garcia skoraði auðvelt mark í fyrri hálfleik eftir góða fyrirgjöf frá Inaki Williams.

Jafnræði var með liðunum en inn vildi boltinn ekki fyrr en í upphafi síðari hálfleiks. Garcia skoraði þá aftur, í þetta sinn með mögnuðu skoti utan teigs.

Heimamenn náðu ekki að minnka muninn og er þetta fjórða tap liðsins í sex leikjum eftir Covid pásu. Liðið hefur aðeins fengið fjögur stig úr þessum leikjum.

Bilbao er tveimur stigum fyrir ofan Valencia eftir sigurinn.

Valencia 0 - 2 Athletic Bilbao
0-1 Raul Garcia ('13)
0-2 Raul Garcia ('47)

Granada er jafnt Valencia á stigum eftir góðan sigur á útivelli gegn Alaves.

Antonin og Roberto Soldado skoruðu mörk Granada í nokkuð jöfnum leik.

Lukkan hefur ekki verið hliðholl Alaves að undanförnu og var þetta fjórða tap liðsins í röð.

Alaves er í neðri hluta deildarinnar, þó sex stigum frá fallsæti þegar aðeins fimm umferðir eru eftir.

Alaves 0 - 2 Granada
0-1 Antonin ('25)
0-2 Roberto Soldado ('49)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
2 Barcelona 8 6 1 1 22 9 +13 19
3 Villarreal 8 5 1 2 14 8 +6 16
4 Betis 8 4 3 1 13 8 +5 15
5 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
6 Atletico Madrid 8 3 4 1 15 10 +5 13
7 Elche 8 3 4 1 11 9 +2 13
8 Sevilla 8 4 1 3 15 11 +4 13
9 Athletic 8 4 1 3 9 9 0 13
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 8 3 1 4 7 8 -1 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
16 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
17 Girona 8 1 3 4 5 17 -12 6
18 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
19 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
20 Mallorca 8 1 2 5 7 13 -6 5
Athugasemdir
banner
banner