Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. júlí 2022 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Arnór nýtir sér úrræði FIFA og fer frá CSKA
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur tekið ákvörðun um að losa sig tímabundið undan samningi hjá rússneska félaginu CSKA Moskvu.

Arnór er samningsbundinn CSKA til 2024 en í mars setti FIFA upp sérstakan glugga fyrir erlenda leikmenn sem eru samningsbundnir rússneskum og úkraínskum félögum.

Þeir máttu losa sig tímabundið undan samningi og finna sér nýtt félag til 30. júní. FIFA framlengdi svo úrræðið og gildir það í ár til viðbótar.

Arnór var á láni hjá Venezia í Seríu A á síðustu leiktíð en átti að snúa aftur til rússneska félagsins núna um mánaðamótin. Það verður ekkert af því, þar sem Arnór hefur ákveðið að nýta sér úrræði FIFA og yfirgefa félagið tímabundið.

Sænska félagið Norrköping hefur áhuga á að fá Arnór en hann þekkir vel til þar. Hann lék með liðinu frá 2017 til 2018 áður en Norrköping seldi hann fyrir metfé til CSKA.
Athugasemdir
banner
banner
banner