Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona selur 10% af sjónvarpsrétti næstu 25 ára
Mynd: Barcelona

FC Barcelona tók í gær mikilvægt skref til að laga bága fjárhagsstöðu sína með því að selja 10% af sjónvarpsréttindum sínum í La Liga næstu 25 árin.


Fjárfestingarfyrirtækið Sixth Street keypti þennan hlut og segir í yfirlýsingu frá Barcelona að þetta bæti fjárhag félagsins um 267 milljónir evra fyrir tímabilið.

Börsungar þurfa á peningnum að halda enda virðast þeir eiga í örðugleikum á leikmannamarkaðinum. Franck Kessie og Andreas Christensen koma á frjálsri sölu en hafa ekki enn verið kynntir og þá virðist félagið ekki hafa efni á kaupverðinu fyrir Robert Lewandowski og Raphinha.

Stjórn félagsins kaus um fjárfestinguna og voru nánast allir sammála um að samþykkja þetta tilboð frá Sixth Street.


Athugasemdir
banner
banner
banner