Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Greinandinn með sérhannaðan Íslandshatt
Icelandair
EM KVK 2025
Tom með hattinn.
Tom með hattinn.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thomas Goodall, tæknilegur greinandi í teymi Íslands á Evrópumótinu í Sviss, lét hanna býsna skemmtilegan hatt áður en á mótið var haldið.

Um er að ræða svokallaðan fötuhatt eða buckethat sem saumaður var úr gömlum treyjum.

Tom hefur starfað fyrir landsliðið í nokkur ár núna og séð um greiningarvinnu. Á þeim tíma hefur hann sankað að sér nokkrum treyjum.

Hann ákvað að taka bút úr nokkrum af þessum treyjum og lét stofu í Bretlandi smíða þennan hatt.

Á hattinum stendur: „Okkar Ballon D'Or drottning. Kveðja, fyrir Ísland," en það er bútur úr treyju sem Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, spilaði í gegn Bandaríkjunum í fyrra.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner