
Thomas Goodall, tæknilegur greinandi í teymi Íslands á Evrópumótinu í Sviss, lét hanna býsna skemmtilegan hatt áður en á mótið var haldið.
Um er að ræða svokallaðan fötuhatt eða buckethat sem saumaður var úr gömlum treyjum.
Um er að ræða svokallaðan fötuhatt eða buckethat sem saumaður var úr gömlum treyjum.
Tom hefur starfað fyrir landsliðið í nokkur ár núna og séð um greiningarvinnu. Á þeim tíma hefur hann sankað að sér nokkrum treyjum.
Hann ákvað að taka bút úr nokkrum af þessum treyjum og lét stofu í Bretlandi smíða þennan hatt.
Á hattinum stendur: „Okkar Ballon D'Or drottning. Kveðja, fyrir Ísland," en það er bútur úr treyju sem Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, spilaði í gegn Bandaríkjunum í fyrra.
Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir