Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Júlíus hættur með Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Ármann Júlíusson er hættur sem aðalþjálfari kvennaliðs Aftureldingar sem leikur í Lengjudeildinni.

Júlíus hefur verið við stjórnvölinn hjá Aftureldingu í rúm fimm ár og kom liðinu upp úr 2. deild árið 2017.

„Knattspyrnudeild Aftureldingar og Júlíus Ármann Júlíusson hafa komist að samkomulagi um starfslok Júlíusar sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu." segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Stjórn knattspyrnudeildar og meistaraflokksráð kvenna Aftureldingar þakka Júlíusi fyrir sitt góða starf fyrir félagið og óska honum velfarnaðar í komandi framtíð."

Afturelding er með níu stig eftir sjö umferðir í Lengjudeildinni. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn Fjölni.
Athugasemdir
banner
banner