Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lacazette: Myndi bjarga tímabilinu að vinna bikarinn
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette er spenntur fyrir úrslitaleik Arsenal gegn Chelsea í enska bikarnum í dag.

Arsenal vann bikarinn síðast 2017 eftir sigur gegn Chelsea í úrslitaleiknum. Chelsea hampaði FA bikarnum ári síðar.

Lacazette segir úrslitaleikinn hafa mikla þýðingu fyrir Arsenal sem átti mikið vonbrigðatímabil bæði í ensku deildinni og Evrópudeildinni.

Arsenal missti af Evrópusæti á deildartímabilinu en getur komist inn í Evrópudeildina með sigri í dag.

„Þetta er búið að vera mjög skrýtið ár. Við skiptum um stjóra, skiptum um leikmenn og svo var allt stopp í langan tíma. Við náðum ekki settum markmiðum en það myndi bjarga tímabilinu að vinna enska bikarinn," sagði Lacazette.

„Þetta er búið að vera erfitt tímabil, líklega erfiðasta tímabil ferils mins, en ég hef lært mikið. Ég kom til Arsenal til að vinna titla og FA bikarinn hefur mikla þýðingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner