Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 01. ágúst 2022 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Nýliðarnir berjast um Nat Phillips
Mynd: Bournemouth

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Fulham hefur bæst við kapphlaupið um Nathaniel Phillips, 25 ára miðvörð Liverpool.


Bournemouth hefur verið á eftir Phillips í allt sumar án þess að takast að ganga frá lánssamningi og núna er Fulham að skerast í leikinn.

Liverpool vill selja varnarmanninn fyrir 10 milljónir punda á meðan nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar vilja fá hann á lánssamningi með kaupmöguleika eða fyrir aðeins lægra verð.

Goal.com greinir frá því að fjögur félög hafi sett sig í samband við Liverpool varðandi Nat Phillips, sem gerði frábæra hluti að láni hjá Bournemouth í vor.


Athugasemdir
banner