Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Tufa: Þurfti ekkert að gíra menn upp
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fim 01. ágúst 2024 22:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur Ólafsvík fór tómhent heim úr toppslagnum í 2. deild gegn Selfossi í kvöld. Selfoss er komið með níu stiga forystu á toppi deildarinnar eftir þennan sigur. Fótbolti.net ræddi við Brynjar Kristmundsson þjálfara Víkings eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

„Eins og við vissum vorum við mikið með boltann. Þeir eru ótrúlega góðir að refsa andstæðingum og við lentum í því sérstaklega í seinna markinu þar sem við töpum boltanum óþarflega á miðjunni. Að fara 2-0 inn í hálfleik er allt annað en 1-0. Mér fannst við eiga meira skilið eitthvað meira en ekki neitt," sagði Brynjar.

Víkingur skoraði mark í stöðunni 2-1 sem var dæmt af vegna rangstöðu en Brynjar var ósammála þeim dómi.

„Þetta er ógeðslega pirrandi en ég er ógeðslega stoltur af strákunum í mótlæti. Ég veit ekki með vítaspyrnuna en mér fannst hún 'soft'. Mark sem við skorum sem er dæmt af vegna rangstöðu þar sem boltinn fer af andstæðing, það er mjög dýrt spaug í svona leik," sagði Brynjar.

„Ég fékk útskýringu frá honum eftir leik. Fyrst að okkar maður hoppar upp með Selfyssingnum þá er það snerting. Ég hef aldrei heyrt þetta áður, ég þarf að kíkja í reglubókina, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt," sagði Brynjar.

„Ég veit ekki hvenig það yrði orðað. Hversu mikið þarf hann að reyna við boltann, þetta er bara snerting frá Selfyssing á okkar mann og hann skorar. Ég verð að treysta því að hann sé með reglurnar á hreinu en ég set spurningamerki við þetta."


Athugasemdir
banner
banner
banner