Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 01. ágúst 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Það var stemning í Hamri í dag
Það var stemning í Hamri í dag
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Þór

„Þetta er stórkostleg tilfinning," sagði Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um heimkomu Arons Einars Gunnarssonar í Þór. Aron Einar var seldur til AZ Alkmaar frá Þór fyrir átján árum og hefur spilað í atvinnumennsku allar götur síðan.


„Það er mikil rómantík í því að fá hann heim. Þetta er unnið í sameiningu, við að reyna að hjálpa honum af stað og hann sannarlega hjálpar okkur. Hann mun gera það hvort sem hann verður allar mínúturnar inni á vellinum eða ekki."

Heimkoma Arons Einars í Þór hefur verið verst geymda leyndarmálið eins og Sveinn Elías orðaði það á blaðamannafundinum í dag.

„Þetta er svo stór prófíll að það er bara eðlilegt. Þú ert búinn að margspyrja hann um þetta allt saman þannig það er mjög erfitt að halda því eitthvað leyndu. Þetta var ekkert endilega komið á hreint, við leyfðum Aroni að stjórna ferðinni hvernig hann vildi hafa þetta. Um leið og hann sagði mér í vor að þetta gæti gerst í sumar fékk ég gæsahúð, þá fórum við að hamra járnið," sagði Sveinn Elías.

Aron Einar hefur lengi talað um að hann ætli að klára ferilinn hjá Þór.

„Það sýnir karakterinn í Aroni, þetta er eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót, það er ekkert að ástæðulausu, þetta er einstakur karakter."

Sveinn Elías er handviss um að Aron Einar muni rífa liðið upp. Liðið ætlaði sér stóra hluti í sumar en liðið er sex stigum frá umspilssæti þegar sjö umferðir eru eftir.

„Ég veit að hann mun gefa liðinu helling. Ég hef verið sjálfur inn á æfingum, þegar ég var að spila, þegar hann kom. Þó hann mætti bara á 2-3 æfingar þá tók hann samt yfir þær og stjórnaði þeim, það var allt annað tempó þótt hann væri í reit eða hvað sem það var."

„Að fá svoleiðis aðila inn á æfingarnar var eitthvað sem okkur hefur þótt skorta og þess vegna finnst mér afskaplega gott að hann sé mættur."

Það eru vangaveltur um hvar hann mun spila á vellinum í sumar en ef Sveinn Elías fengi að ráða myndi hann vilja spila honum sem miðvörður.


Athugasemdir
banner