Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 01. ágúst 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Það var stemning í Hamri í dag
Það var stemning í Hamri í dag
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Þór

„Þetta er stórkostleg tilfinning," sagði Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um heimkomu Arons Einars Gunnarssonar í Þór. Aron Einar var seldur til AZ Alkmaar frá Þór fyrir átján árum og hefur spilað í atvinnumennsku allar götur síðan.


„Það er mikil rómantík í því að fá hann heim. Þetta er unnið í sameiningu, við að reyna að hjálpa honum af stað og hann sannarlega hjálpar okkur. Hann mun gera það hvort sem hann verður allar mínúturnar inni á vellinum eða ekki."

Heimkoma Arons Einars í Þór hefur verið verst geymda leyndarmálið eins og Sveinn Elías orðaði það á blaðamannafundinum í dag.

„Þetta er svo stór prófíll að það er bara eðlilegt. Þú ert búinn að margspyrja hann um þetta allt saman þannig það er mjög erfitt að halda því eitthvað leyndu. Þetta var ekkert endilega komið á hreint, við leyfðum Aroni að stjórna ferðinni hvernig hann vildi hafa þetta. Um leið og hann sagði mér í vor að þetta gæti gerst í sumar fékk ég gæsahúð, þá fórum við að hamra járnið," sagði Sveinn Elías.

Aron Einar hefur lengi talað um að hann ætli að klára ferilinn hjá Þór.

„Það sýnir karakterinn í Aroni, þetta er eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót, það er ekkert að ástæðulausu, þetta er einstakur karakter."

Sveinn Elías er handviss um að Aron Einar muni rífa liðið upp. Liðið ætlaði sér stóra hluti í sumar en liðið er sex stigum frá umspilssæti þegar sjö umferðir eru eftir.

„Ég veit að hann mun gefa liðinu helling. Ég hef verið sjálfur inn á æfingum, þegar ég var að spila, þegar hann kom. Þó hann mætti bara á 2-3 æfingar þá tók hann samt yfir þær og stjórnaði þeim, það var allt annað tempó þótt hann væri í reit eða hvað sem það var."

„Að fá svoleiðis aðila inn á æfingarnar var eitthvað sem okkur hefur þótt skorta og þess vegna finnst mér afskaplega gott að hann sé mættur."

Það eru vangaveltur um hvar hann mun spila á vellinum í sumar en ef Sveinn Elías fengi að ráða myndi hann vilja spila honum sem miðvörður.


Athugasemdir
banner
banner