Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 01. ágúst 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Það var stemning í Hamri í dag
Það var stemning í Hamri í dag
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Þór

„Þetta er stórkostleg tilfinning," sagði Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um heimkomu Arons Einars Gunnarssonar í Þór. Aron Einar var seldur til AZ Alkmaar frá Þór fyrir átján árum og hefur spilað í atvinnumennsku allar götur síðan.


„Það er mikil rómantík í því að fá hann heim. Þetta er unnið í sameiningu, við að reyna að hjálpa honum af stað og hann sannarlega hjálpar okkur. Hann mun gera það hvort sem hann verður allar mínúturnar inni á vellinum eða ekki."

Heimkoma Arons Einars í Þór hefur verið verst geymda leyndarmálið eins og Sveinn Elías orðaði það á blaðamannafundinum í dag.

„Þetta er svo stór prófíll að það er bara eðlilegt. Þú ert búinn að margspyrja hann um þetta allt saman þannig það er mjög erfitt að halda því eitthvað leyndu. Þetta var ekkert endilega komið á hreint, við leyfðum Aroni að stjórna ferðinni hvernig hann vildi hafa þetta. Um leið og hann sagði mér í vor að þetta gæti gerst í sumar fékk ég gæsahúð, þá fórum við að hamra járnið," sagði Sveinn Elías.

Aron Einar hefur lengi talað um að hann ætli að klára ferilinn hjá Þór.

„Það sýnir karakterinn í Aroni, þetta er eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót, það er ekkert að ástæðulausu, þetta er einstakur karakter."

Sveinn Elías er handviss um að Aron Einar muni rífa liðið upp. Liðið ætlaði sér stóra hluti í sumar en liðið er sex stigum frá umspilssæti þegar sjö umferðir eru eftir.

„Ég veit að hann mun gefa liðinu helling. Ég hef verið sjálfur inn á æfingum, þegar ég var að spila, þegar hann kom. Þó hann mætti bara á 2-3 æfingar þá tók hann samt yfir þær og stjórnaði þeim, það var allt annað tempó þótt hann væri í reit eða hvað sem það var."

„Að fá svoleiðis aðila inn á æfingarnar var eitthvað sem okkur hefur þótt skorta og þess vegna finnst mér afskaplega gott að hann sé mættur."

Það eru vangaveltur um hvar hann mun spila á vellinum í sumar en ef Sveinn Elías fengi að ráða myndi hann vilja spila honum sem miðvörður.


Athugasemdir
banner
banner