Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 01. ágúst 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Það var stemning í Hamri í dag
Það var stemning í Hamri í dag
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Þór

„Þetta er stórkostleg tilfinning," sagði Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um heimkomu Arons Einars Gunnarssonar í Þór. Aron Einar var seldur til AZ Alkmaar frá Þór fyrir átján árum og hefur spilað í atvinnumennsku allar götur síðan.


„Það er mikil rómantík í því að fá hann heim. Þetta er unnið í sameiningu, við að reyna að hjálpa honum af stað og hann sannarlega hjálpar okkur. Hann mun gera það hvort sem hann verður allar mínúturnar inni á vellinum eða ekki."

Heimkoma Arons Einars í Þór hefur verið verst geymda leyndarmálið eins og Sveinn Elías orðaði það á blaðamannafundinum í dag.

„Þetta er svo stór prófíll að það er bara eðlilegt. Þú ert búinn að margspyrja hann um þetta allt saman þannig það er mjög erfitt að halda því eitthvað leyndu. Þetta var ekkert endilega komið á hreint, við leyfðum Aroni að stjórna ferðinni hvernig hann vildi hafa þetta. Um leið og hann sagði mér í vor að þetta gæti gerst í sumar fékk ég gæsahúð, þá fórum við að hamra járnið," sagði Sveinn Elías.

Aron Einar hefur lengi talað um að hann ætli að klára ferilinn hjá Þór.

„Það sýnir karakterinn í Aroni, þetta er eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót, það er ekkert að ástæðulausu, þetta er einstakur karakter."

Sveinn Elías er handviss um að Aron Einar muni rífa liðið upp. Liðið ætlaði sér stóra hluti í sumar en liðið er sex stigum frá umspilssæti þegar sjö umferðir eru eftir.

„Ég veit að hann mun gefa liðinu helling. Ég hef verið sjálfur inn á æfingum, þegar ég var að spila, þegar hann kom. Þó hann mætti bara á 2-3 æfingar þá tók hann samt yfir þær og stjórnaði þeim, það var allt annað tempó þótt hann væri í reit eða hvað sem það var."

„Að fá svoleiðis aðila inn á æfingarnar var eitthvað sem okkur hefur þótt skorta og þess vegna finnst mér afskaplega gott að hann sé mættur."

Það eru vangaveltur um hvar hann mun spila á vellinum í sumar en ef Sveinn Elías fengi að ráða myndi hann vilja spila honum sem miðvörður.


Athugasemdir