Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 01. ágúst 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Það var stemning í Hamri í dag
Það var stemning í Hamri í dag
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Þór

„Þetta er stórkostleg tilfinning," sagði Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um heimkomu Arons Einars Gunnarssonar í Þór. Aron Einar var seldur til AZ Alkmaar frá Þór fyrir átján árum og hefur spilað í atvinnumennsku allar götur síðan.


„Það er mikil rómantík í því að fá hann heim. Þetta er unnið í sameiningu, við að reyna að hjálpa honum af stað og hann sannarlega hjálpar okkur. Hann mun gera það hvort sem hann verður allar mínúturnar inni á vellinum eða ekki."

Heimkoma Arons Einars í Þór hefur verið verst geymda leyndarmálið eins og Sveinn Elías orðaði það á blaðamannafundinum í dag.

„Þetta er svo stór prófíll að það er bara eðlilegt. Þú ert búinn að margspyrja hann um þetta allt saman þannig það er mjög erfitt að halda því eitthvað leyndu. Þetta var ekkert endilega komið á hreint, við leyfðum Aroni að stjórna ferðinni hvernig hann vildi hafa þetta. Um leið og hann sagði mér í vor að þetta gæti gerst í sumar fékk ég gæsahúð, þá fórum við að hamra járnið," sagði Sveinn Elías.

Aron Einar hefur lengi talað um að hann ætli að klára ferilinn hjá Þór.

„Það sýnir karakterinn í Aroni, þetta er eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót, það er ekkert að ástæðulausu, þetta er einstakur karakter."

Sveinn Elías er handviss um að Aron Einar muni rífa liðið upp. Liðið ætlaði sér stóra hluti í sumar en liðið er sex stigum frá umspilssæti þegar sjö umferðir eru eftir.

„Ég veit að hann mun gefa liðinu helling. Ég hef verið sjálfur inn á æfingum, þegar ég var að spila, þegar hann kom. Þó hann mætti bara á 2-3 æfingar þá tók hann samt yfir þær og stjórnaði þeim, það var allt annað tempó þótt hann væri í reit eða hvað sem það var."

„Að fá svoleiðis aðila inn á æfingarnar var eitthvað sem okkur hefur þótt skorta og þess vegna finnst mér afskaplega gott að hann sé mættur."

Það eru vangaveltur um hvar hann mun spila á vellinum í sumar en ef Sveinn Elías fengi að ráða myndi hann vilja spila honum sem miðvörður.


Athugasemdir