Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 01. október 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Notuðu launin frá Chelsea til að borga öllum öðrum
Ugbo fær 48 þúsund evrur í mánaðarlaun, sem samsvarar um 6,5 milljónum króna.
Ugbo fær 48 þúsund evrur í mánaðarlaun, sem samsvarar um 6,5 milljónum króna.
Mynd: Getty Images
Hollenska B-deildarfélagið Roda JC er í miklum fjárhagsvandræðum og á í basli með að greiða leikmönnum laun á réttum tíma.

Eins og staðan er í dag hafa allir leikmenn liðsins fengið greitt nema einn, framherjinn Ike Ugbo sem er hjá félaginu á lánssamningi frá Chelsea.

Ugbo þénar tíu sinnum meira en liðsfélagar sínir og borgar Chelsea langstærstan hluta launa hans. Chelsea sendir upphæðina til Roda mánaðarlega og Ugbo fær svo pening frá hollenska félaginu.

Þessi mánaðarmót er enginn peningur fyrir Ugbo vegna þess að félagið er búið að nota launin hans, til að borga öðrum leikmönnum liðsins laun.

Ugbo hefur verið funheitur á upphafi tímabils og kominn með fjögur mörk eftir sjö umferðir. Roda er meðal neðstu liða B-deildarinnar, með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner