Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. október 2020 14:22
Magnús Már Einarsson
Ummælum Rúnars vísað til aga- og úrskurðarnefndar
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, eftir leik KR og Fylkis á sunnudag til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Klara staðfesti þetta í samtali við RÚV í dag.

Sjá einnig:
Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti

Mikill hiti var á Meistaravöllum eftir að Fylkir vann 2-1 útisigur gegn KR um liðna helgi. Fylkir skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í blálokin en Beitir Ólafsson, markvörður KR, slæmdi hendi í Ólaf Inga þegar boltinn var víðsfjarri og var dæmdur brotlegur.

„Þeir fá bara gefins rautt spjald og víti sem er algjört kjaftæði, þetta er bara fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inná vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður. Hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti sem er löngu búinn að kasta boltanum út og þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta," sagði Rúnar við Fótbolta.net ftir leik.

Fylkismenn sendu frá sér yfirlýsingu í dag vegna ummælanna.

Klara hefur nú vísað ummælunum til aga- og úrskurðarnefndar sem mun taka málið fyrir á fundi sínum á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner