Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. október 2020 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Zeqiri kominn til Brighton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Brighton er búið að staðfesta komu framherjans Andi Zeqiri frá Lausanne í Sviss. Zeqiri er 21 árs gamall og hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir U21 landslið Svisslendinga.

Zeqiri er efnilegur og skoraði 22 mörk í 37 leikjum á síðustu leiktíð.

Parma hafði áhuga á honum í sumar en Brighton hafði betur í kapphlaupinu.

Zeqiri er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning og standast læknisskoðun. Brighton greiðir 4 milljónir evra fyrir hann.

Hjá Brighton mun hann berjast við Neal Maupay og Aaron Connolly um byrjunarliðssæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner