Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. október 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal klæðist Adidas til 2030
Mynd: Getty Images

Arsenal er búið að staðfesta samkomulag við Adidas um að framlengja styrktarsamninginn til 2030.


Samningurinn gildir því næstu átta árin en Arsenal skipti yfir til Adidas fyrir þremur árum eftir að hafa verið hjá samkeppnisaðilunum í 25 ár þar á undan.

Adidas mun leggja aukna áherslu á kvennaliðið hjá Arsenal og geta helstu leikmenn þess búist við að vera notaðar í auglýsingum um allan heim.

Adidas mun hjálpa til við hin ýmsu góðgerðarverkefni hjá Arsenal og er enska félagið sérstaklega stolt af markmiði fataframleiðandans um að nota meira endurunnið pólýester heldur en hreint pólýester í framleiðslu sinni fyrir árslok 2023.


Athugasemdir
banner
banner
banner