Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. október 2022 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Víkingur R. bikarmeistari þriðja sinn í röð eftir sigur á FH
Nikolaj Hansen skoraði tvö fyrir Víking og tryggði liðinu þriðja bikarmeistaratitilinn í röð
Nikolaj Hansen skoraði tvö fyrir Víking og tryggði liðinu þriðja bikarmeistaratitilinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
FH 2 - 3 Víkingur R.
0-1 Ástbjörn Þórðarson ('26 , sjálfsmark)
1-1 Oliver Heiðarsson ('28 )
1-2 Nikolaj Andreas Hansen ('89 )
2-2 Ingvar Jónsson ('90 , sjálfsmark)
2-3 Nikolaj Andreas Hansen ('91 )
Lestu um leikinn

Víkingur R. er bikarmeistari þriðja sinn í röð eftir að hafa unnið FH, 3-2, eftir framlengingu á Laugardalsvelli í dag. Nikolaj Hansen, sem skoraði tvö mörk í leiknum, gerði sigurmarkið í upphafi fyrri hálfleiks í framlengingunni.

FH-ingar fengu fyrsta dauðafæri leiksins. Oliver Heiðarsson kom með laglega fyrirgjöf frá hægri, inn í teiginn á Davíð Snæ Jóhannsson sem hitti boltann illa og skaut honum framhjá. Algert dauðafæri fyrir FH-inga.

Pablo Punyed fékk tækifæri til að refsa FH-ingum og koma Víkingum yfir aðeins mínútu síðar er hann slapp í gegn en skotið hans var slakt og framhjá markinu.

Átta mínútum síðar kom fyrsta markið. Pablo bætti upp fyrir klúðrið en Danijel Dejan Djuric átti sendingu á Pablo sem kom boltanum á markið. Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður FH, var með allt á hreinu en Ástbjörn Þórðarson rak sig í boltann sem varð til þess að hann fór í netið.

FH-ingar voru ekki lengi að jafna metin. Oliver Heiðarsson gerði það með laglegu skoti eftir að hafa keyrt upp hægra megin. Boltinn fór af Ingvari Jónssyni og í stöng og inn. Allt jafnt.

Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og í raun með ólíkindum hvernig liðið náði ekki forystu á 50. mínútu. Logi Tómasson tók þá hornspyrnu sem Kyle McLagan skallaði á markið en Atli varði boltann í stöng og datt boltinn laus fyrir framan mark FH-inga en enginn Víkingur náði að gera sér mat úr því.

Síðari hálfleikurinn var meira og minna einstefna að marki FH. Það munaði litlu á 82. mínútu. Arnór Borg Guðjohnsen keyrði þá hægra megin en Ólafur Guðmundsson náði að loka á hann. Olafur ætlaði að láta Atla taka á móti boltanum en úr því varð misskilningur og munaði litlu að Víkingar næðu að pota boltanum í markið.

Nokkrum mínútum síðar átti Arnór Borg fyrirgjöf inn í teig á Helga Guðjónsson sem var aleinn en skot hans rétt framhjá. Þung pressa að marki FH-inga.

Undir lok venjulegs leiktíma gerðust ótrúlegir hlutir. Danski framherjinn Nikolaj Hansen náði forystunni fyrir Víkinga eftir að Pablo skallaði fyrirgjöf Loga áfram á Nikolaj sem þurfti ekki annað en að pota boltanum í netið. Virtist það sigurmarkið og annar bikar á leið í Víkina, en dramatíkinni var ekki lokið.

FH-ingar hættu ekki. Ástbjörn Þórðarson vann boltann af harðfylgi hægra megin við mark FH og kom honum fyrir markið. Ingvar Jónsson misreiknaði boltann, missti hann aftur fyrir sig og í netið og staðan jöfn.

Leikurinn var því framlengdur en það tók Víkinga ekki langan tíma að ná forystunni aftur. Hansen var þá aftur á ferðinni eftir frábæra sendingu Loga. Hansen skallaði hann yfir Atla í markinu.

FH-ingum tókst ekki að koma til baka eftir það. Víkingur er því bikarmeistari í þriðja sinn í röð. Magnaður árangur Víkinga, sem hafa nú lagt það í vana að vinna þessa keppni. FH-ingar sýndu hetjulega baráttu í þessum leik en það er bara ekki hægt að stöðva Víking í þessari keppni.
Athugasemdir
banner