Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 01. október 2022 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mist búin að spila sinn síðasta leik? - „Má ekki við því að slíta aftur"
Kvenaboltinn
Mist með Dóru Maríu Lárusdóttur eftir leik. Þær eiga von á barni á næstunni.
Mist með Dóru Maríu Lárusdóttur eftir leik. Þær eiga von á barni á næstunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er rosalega góð tilfinning og ótrúlega gaman að fá að lyfta þessum skildi," sagði Mist Edvardsdóttir, varnarmaður Vals, eftir leik Vals og Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari, þetta er búið að vera stórkotlegt tímabil hjá félaginu.

„Ef þetta er mitt síðasta tímabil, þá er ofboðslega sætt að enda það svona - á tvennunni."

Mist var ekki með í dag. Hún meiddist illa gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni á dögunum en hún er með slitið krossband í fjórða sinn. Gríðarlega mikil óheppni hjá þessum frábæra leikmanni.

„Þetta er slitið krossband, skaddað liðband og eitthvað. Ég fer í aðgerð í nóvember. Ég ætla fyrst að fá eitt lítið kríli í heiminn, taka smá fæðingarorlof og svo fer ég í aðgerð að láta laga þetta."

Er hún að hugsa um að leggja skóna á hilluna?

„Mér finnst það líklegt úr því að þetta er fjórða slitið hjá mér, að þetta sé búið. Ég má ekki við því að slíta aftur, ég á ekki fleiri sinar til að laga það. Það kæmi mér á óvart ef ég færi aftur út á völl. Ég lýg því ekki að manni langar að halda áfram þegar það gengur svona vel," segir Mist.

Allt viðtalið er hér að ofan en þar ræðir Mist meira um tímabilið sem er að baki.
Athugasemdir
banner