
„Þetta er rosalega góð tilfinning og ótrúlega gaman að fá að lyfta þessum skildi," sagði Mist Edvardsdóttir, varnarmaður Vals, eftir leik Vals og Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Selfoss
Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari, þetta er búið að vera stórkotlegt tímabil hjá félaginu.
„Ef þetta er mitt síðasta tímabil, þá er ofboðslega sætt að enda það svona - á tvennunni."
Mist var ekki með í dag. Hún meiddist illa gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni á dögunum en hún er með slitið krossband í fjórða sinn. Gríðarlega mikil óheppni hjá þessum frábæra leikmanni.
„Þetta er slitið krossband, skaddað liðband og eitthvað. Ég fer í aðgerð í nóvember. Ég ætla fyrst að fá eitt lítið kríli í heiminn, taka smá fæðingarorlof og svo fer ég í aðgerð að láta laga þetta."
Er hún að hugsa um að leggja skóna á hilluna?
„Mér finnst það líklegt úr því að þetta er fjórða slitið hjá mér, að þetta sé búið. Ég má ekki við því að slíta aftur, ég á ekki fleiri sinar til að laga það. Það kæmi mér á óvart ef ég færi aftur út á völl. Ég lýg því ekki að manni langar að halda áfram þegar það gengur svona vel," segir Mist.
Allt viðtalið er hér að ofan en þar ræðir Mist meira um tímabilið sem er að baki.
Athugasemdir