Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   lau 01. október 2022 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mist búin að spila sinn síðasta leik? - „Má ekki við því að slíta aftur"
Kvenaboltinn
Mist með Dóru Maríu Lárusdóttur eftir leik. Þær eiga von á barni á næstunni.
Mist með Dóru Maríu Lárusdóttur eftir leik. Þær eiga von á barni á næstunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er rosalega góð tilfinning og ótrúlega gaman að fá að lyfta þessum skildi," sagði Mist Edvardsdóttir, varnarmaður Vals, eftir leik Vals og Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari, þetta er búið að vera stórkotlegt tímabil hjá félaginu.

„Ef þetta er mitt síðasta tímabil, þá er ofboðslega sætt að enda það svona - á tvennunni."

Mist var ekki með í dag. Hún meiddist illa gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni á dögunum en hún er með slitið krossband í fjórða sinn. Gríðarlega mikil óheppni hjá þessum frábæra leikmanni.

„Þetta er slitið krossband, skaddað liðband og eitthvað. Ég fer í aðgerð í nóvember. Ég ætla fyrst að fá eitt lítið kríli í heiminn, taka smá fæðingarorlof og svo fer ég í aðgerð að láta laga þetta."

Er hún að hugsa um að leggja skóna á hilluna?

„Mér finnst það líklegt úr því að þetta er fjórða slitið hjá mér, að þetta sé búið. Ég má ekki við því að slíta aftur, ég á ekki fleiri sinar til að laga það. Það kæmi mér á óvart ef ég færi aftur út á völl. Ég lýg því ekki að manni langar að halda áfram þegar það gengur svona vel," segir Mist.

Allt viðtalið er hér að ofan en þar ræðir Mist meira um tímabilið sem er að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner