Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   sun 01. október 2023 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru vonbrigði að við skyldum ekki hafa þrek og karakter til að klára þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ótrúlegt 3-4 tap gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

„Það eru 90 mínútur á klukkunni og við erum 3-2 yfir. Við náum ekki að klára þetta og það eru vonbrigði. Þetta hefur verið sagan í sumar. Ég veit ekki hvað það er, hvort það vanti hungur eða eitthvað. Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi, hann var mjög lélegur. Við eigum samt að vera með það reynslumikið lið og öflugt lið að við eigum að geta siglt svona leikjum heim."

„KR var með kraftinn, hungrið og með drifkraftinn. Okkur vantaði það því miður. Þá er þetta bara svona."

Um mörkin sem komu í uppbótartímanum, þá sagði Óskar: „Það vantar bara hungur. Það vantar að menn taki ábyrgð og viljann til að klára þetta."

„Sigur hefði komið okkur í flotta stöðu en núna þurfum við að treysta á að Valsmenn vinni vinnuna fyrir okkur sem er óþolandi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Óskar er meðal annars spurður út í sína eigin framtíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner