Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
   sun 01. október 2023 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru vonbrigði að við skyldum ekki hafa þrek og karakter til að klára þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ótrúlegt 3-4 tap gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

„Það eru 90 mínútur á klukkunni og við erum 3-2 yfir. Við náum ekki að klára þetta og það eru vonbrigði. Þetta hefur verið sagan í sumar. Ég veit ekki hvað það er, hvort það vanti hungur eða eitthvað. Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi, hann var mjög lélegur. Við eigum samt að vera með það reynslumikið lið og öflugt lið að við eigum að geta siglt svona leikjum heim."

„KR var með kraftinn, hungrið og með drifkraftinn. Okkur vantaði það því miður. Þá er þetta bara svona."

Um mörkin sem komu í uppbótartímanum, þá sagði Óskar: „Það vantar bara hungur. Það vantar að menn taki ábyrgð og viljann til að klára þetta."

„Sigur hefði komið okkur í flotta stöðu en núna þurfum við að treysta á að Valsmenn vinni vinnuna fyrir okkur sem er óþolandi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Óskar er meðal annars spurður út í sína eigin framtíð.
Athugasemdir
banner