Það fóru tveir leikir fram í efstu deild þýska boltans í dag þar sem nýliðar Darmstadt unnu sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu.
Darmstadt tók á móti Werder Bremen og komst í fjögurra marka forystu í opinni og fjörugri viðureign, þar sem staðan var 2-0 í hálfleik og lokatölur 4-2.
Darmstadt er með fjögur stig eftir sex umferðir á meðan Werder Bremen er með sex stig.
Vincenzo Grifo skoraði þá og lagði upp fyrir Freiburg í 2-0 sigri gegn Augsburg.
Gestirnir frá Augsburg voru sterkari aðilinn í dag en færanýtingin var ekki nógu góð.
Freiburg er með tíu stig eftir sex fyrstu umferðirnar, en liðið rétt missti af sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Freiburg leikur þó í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Augsburg er aðeins með fimm stig eftir slaka byrjun þrátt fyrir góða frammistöðu innan vallar. Liðinu vantar leikmann sem getur klárað færin.
Darmstadt 4 - 2 Werder Bremen
1-0 Matthias Bader ('4 )
2-0 Tim Skarke ('25 )
3-0 Marvin Mehlem ('50 )
4-0 Tobias Kempe ('62 , víti)
4-1 Olivier Deman ('70 )
4-2 Milos Veljkovic ('78 )
Freiburg 2 - 0 Augsburg
1-0 Vincenzo Grifo ('5 , víti)
2-0 Philipp Lienhart ('56 )
Athugasemdir