Arsenal vann gríðarlega sterkan sigur á PSG í Emirates í kvöld.
Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk Arsenal í 2-0 sigri en fyrir leikinn hafði PSG skorað í 51 leik í röð í Meistaradeildinni.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal var í skýjunum með sigurinn.
„Við erum mjög ánægðir því við spiluðum gegn einu af bestu liðum heims. Leikirnir í Evrópukeppnum eru allt öðruvísi en leikirnir í úrvalsdeildinni, við sýndum mikinn þroska. Við sýndum hvernig við viljum mæta bestu liðunum í Evrópu og ég kann að meta það," sagði Arteta.
Athugasemdir