Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Mögnuð sigurganga Selfyssinga
Kvenaboltinn
Guðmunda Brynja skoraði 13. deildarmark sitt í sigrinum
Guðmunda Brynja skoraði 13. deildarmark sitt í sigrinum
Mynd: Selfoss
KÞ 0 - 3 Selfoss
0-1 Juliana Marie Paoletti ('10 )
0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir ('51 )
0-3 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('54 )

Selfoss vann öruggan 3-0 sigur á KÞ í 2. deild kvenna í gær og er áfram með fullt hús stiga eftir níu umferðir.

Juliana Marie Paoletti skoraði fyrir Selfyssinga á 10. mínútu áður en þær Guðmunda Brynja Óladóttir og Lovísa Guðrún Einarsdóttir kláruðu dæmið með tveimur mörkum á þremur mínútum í byrjun síðari hálfleiks.

Þrettánda mark Guðmundu í deildinni og það fimmta hjá Lovísu.

Sigurinn var sá níundi í röð hjá Selfyssingum sem eru með 27 stig á toppnum og markatöluna 42:5. KÞ er í næst neðsta sæti með 5 stig.

Hafdís Hafsteinsdóttir (m), Sóldís Erla Hjartardóttir, Tanja Lind Samúelsd. Valberg, Hekla Dögg Ingvarsdóttir (71'), Camilly Kristal Silva Da Rocha, Iðunn Þórey Hjaltalín, Steinunn Lára Ingvarsdóttir, Hildur Laila Hákonardóttir, Birna Karen Kjartansdóttir, Una Sóley Gísladóttir, Marla Sól Manuelsd. Plasencia (79')
Varamenn Kolfinna Arnarsdóttir, Rebekka Rós Kristófersdóttir (79'), Margrét Ellertsdóttir (71'), Ragnheiður María Ottósdóttir

Selfoss Chante Sherese Sandiford (m), Guðmunda Brynja Óladóttir (79'), Embla Dís Gunnarsdóttir, Juliana Marie Paoletti (87'), Brynja Líf Jónsdóttir, Björgey Njála Andreudóttir, Lovísa Guðrún Einarsdóttir, Védís Ösp Einarsdóttir (79'), Magdalena Anna Reimus, Sara Rún Auðunsdóttir (58'), Auður Helga Halldórsdóttir
Varamenn Katrín Ágústsdóttir (79), Anna Laufey Gestsdóttir, Hildur Eva Bragadóttir (79), Rán Ægisdóttir, Ásdís Erla Helgadóttir (87), Olga Lind Gestsdóttir (58), Karen Rós Torfadóttir (m)
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 9 9 0 0 42 - 5 +37 27
2.    ÍH 7 7 0 0 44 - 9 +35 21
3.    Völsungur 8 7 0 1 36 - 11 +25 21
4.    Fjölnir 7 4 2 1 16 - 11 +5 14
5.    Dalvík/Reynir 8 3 1 4 19 - 18 +1 10
6.    Sindri 8 2 1 5 13 - 20 -7 7
7.    Álftanes 7 2 0 5 13 - 19 -6 6
8.    Vestri 7 2 0 5 11 - 24 -13 6
9.    ÍR 7 1 2 4 10 - 18 -8 5
10.    Einherji 7 1 2 4 10 - 22 -12 5
11.    KÞ 6 1 2 3 5 - 18 -13 5
12.    Smári 7 0 0 7 1 - 45 -44 0
Athugasemdir
banner