Liverpool er í miðvarðaleit og eru að minnsta kosti þrír sem koma til greina.
Enskir fjölmiðlar hafa greint frá áhuga Liverpool á Marc Guehi, leikmanni Crystal Palace.
Guehi er 25 ára gamall og verið akkerið í vörn Palace síðustu ár eða síðan hann kom frá Chelsea.
Englendingurinn var í vörn liðsins sem vann enska bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í lok síðasta tímabil. Samningur hans rennur út á næsta ári og vill Palace selja hann í sumar í stað þess að eiga í hættu á að missa hann frítt á næsta ári.
Samkvæmt miðlunum hefur Guehi náð samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör, en félögin hafa ekki enn náð samkomulagi um kaupverð.
Liverpool er einnig að skoða hollenska táninginn Jorrel Hato sem er á mála hjá Ajax.
Hato er 19 ára gamall og hefur þegar spilað sex A-landsleiki með Hollandi. Hann er verðmetinn á um það bil 40 milljónir punda og Arne Slot, stjóri Liverpool, sagður afar hrifinn af þessum unga leikmanni.
Foot Mercato hefur þá bætt þriðja nafninu inn í umræðuna, en það er franski leikmaðurinn Castello Lukeba sem er samningsbundinn Leipzig í Þýskalandi.
Lukeba er 22 ára gamall og uppalinn í Lyon, en hann er með 90 milljóna evra kaupákvæði í samningnum. Samkvæmt Foot Mercato er Leipzig hins vegar opið fyrir því að selja hann á lægra verði.
Leipzig missti af sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil og hefur hann gert félaginu skýrt fyrir að hann vilji fara í sumarglugganum.
Athugasemdir