Afturelding og Breiðablik opna 14. umferð Bestu deildar karla á Malbikstöðinni að Varmá klukkan 19:15 í kvöld.
Liðin áttust við í fyrstu umferð deildarinnar í ár þar sem Íslandsmeistarar Blika unnu 2-0 sigur, en nú er komið að Blikum að mæta í Mosfellsbæ.
Blikar eru í öðru sæti með 26 stig en Afturelding í 7. sæti með 17 stig.
Þrír leikir eru spilaðir í Lengjudeild karla og einn í Lengjudeild kvenna.
Í karlaboltanum mætast Þór og Þróttur í Boganum, og svo hefjast tveir leikir klukkan 19:15. Keflavík spilar við Selfoss á meðan Grindavík mætir Njarðvík í grannaslag.
HK og Grótta eigast við kvennamegin klukkan 19:15 í Kórnum. HK er með 19 stig í öðru sæti en Grótta í 4. sæti með 15 stig.
Leikir dagsins:
Besta-deild karla
19:15 Afturelding-Breiðablik (Malbikstöðin að Varmá)
Lengjudeild karla
18:00 Þór-Þróttur R. (Boginn)
19:15 Keflavík-Selfoss (HS Orku völlurinn)
19:15 Grindavík-Njarðvík (Stakkavíkurvöllur)
Lengjudeild kvenna
19:15 HK-Grótta (Kórinn)
2. deild kvenna
19:15 ÍH-KH (Skessan)
19:15 Einherji-Dalvík/Reynir (Vopnafjarðarvöllur)
4. deild karla
18:00 KFS-Árborg (Týsvöllur)
19:15 Álftanes-Elliði (OnePlus völlurinn)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 13 | 9 | 2 | 2 | 26 - 14 | +12 | 29 |
2. Breiðablik | 13 | 8 | 2 | 3 | 24 - 18 | +6 | 26 |
3. Valur | 13 | 7 | 3 | 3 | 35 - 19 | +16 | 24 |
4. Stjarnan | 13 | 6 | 2 | 5 | 24 - 24 | 0 | 20 |
5. Fram | 13 | 6 | 1 | 6 | 21 - 18 | +3 | 19 |
6. Vestri | 13 | 6 | 1 | 6 | 13 - 11 | +2 | 19 |
7. Afturelding | 13 | 5 | 2 | 6 | 15 - 17 | -2 | 17 |
8. KR | 13 | 4 | 4 | 5 | 34 - 34 | 0 | 16 |
9. FH | 13 | 4 | 2 | 7 | 19 - 19 | 0 | 14 |
10. ÍBV | 13 | 4 | 2 | 7 | 13 - 21 | -8 | 14 |
11. KA | 13 | 3 | 3 | 7 | 12 - 25 | -13 | 12 |
12. ÍA | 13 | 4 | 0 | 9 | 15 - 31 | -16 | 12 |
Athugasemdir