sun 01. desember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Orri spilaði með KR í Bose-mótinu
Guðjón Orri Sigurjónsson.
Guðjón Orri Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson spilaði með KR í Bose-mótinu á föstudag.

Íslandsmeistararnir unnu þá 4-0 sigur gegn Víkingum. Tobias Thomsen gerði tvö mörk fyrir KR-inga og skoruðu Hjalti Sigurðsson og Oddur Ingi Bjarnason einnig.

Sindri Snær Jensson, sem hefur verið varamarkvörður KR síðastliðin ár, lagði hanskana á hilluna eftir síðustu leiktíð.

KR er í leit að nýjum markverði eftir að Sindri Snær hætti og kemur Guðjón Orri væntanlega til greina.

Guðjón Orri, sem er 26 ára, var síðast varamarkvörður Stjörnunnar, en hann yfirgaf Garðabæjarfélagið eftir síðasta tímabil. Hann er uppalinn hjá ÍBV en hefur einnig leikið fyrir Selfoss.

Beitir Ólafsson var aðalmarkvörður KR síðasta sumar er liðið varð Íslandsmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner