þri 01. desember 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
De Gea með á morgun - Nokkrir snúa aftur eftir meiðsli
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, greindi frá því á fréttamannafundi í dag að markvörðurinn David De Gea sé klár í slaginn fyrir leikinn gegn PSG á morgun.

De Gea fór meiddur af velli í hálfleik gegn Southmapton um helgina en Dean Henderson varði markið í síðari hálfeik.

De Gea er búinn að jafna sig en hann æfði í dag ásamt liðsfélögum sínum.

Paul Pogba, Anthony Martial og Scott McTominay gætu einnig spilað á morgun eftir að hafa misst af leiknum gegn Southampton um helgina.

Luke Shaw er byrjaður að æfa eftir meiðsli en ólíklegt er að hann spili annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner