Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 01. desember 2020 19:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miklar Brexit-reglur taka gildi 1. janúar
Ísak Bergmann er aðeins 17 ára en hann getur tæknilega séð áfram farið í enska boltann í janúar því hann fæddist í Bretlandi.
Ísak Bergmann er aðeins 17 ára en hann getur tæknilega séð áfram farið í enska boltann í janúar því hann fæddist í Bretlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir áramót munu taka gildi nýjar Brexit-reglur sem munu talsvert hafa mikil áhrif á enska fótboltann.

Bretar gengu formlega úr Evrópusambandinu þann 31. janúar síðastliðinn, en nýjar reglur í enska boltanum munu taka gildi eftir áramót.

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að félög í ensku úrvalsdeildinni og deildunum þar fyrir neðan muni með nýju reglunum ekki geta keypt erlenda fótboltamenn fyrr en þeir hafa náð 18 ára aldri.

Ensk úrvalsdeildarfélög mega þá ekki kaupa fleiri en þrjá leikmenn yngri en 21 árs í hverjum félagaskiptaglugga.

Þá þurfa leikmenn sem eru að koma frá félögum í löndum innan Evrópusambandsins að sækja um atvinnuleyfi á Bretlandi. Það verður sérstakt kerfi sem sér til þess að ákveða um hvort leikmenn fái atvinnuleyfi eða ekki, en það fer meðal annars eftir því hversu marga landsleiki umræddur leikmaður hefur leikið, hversu sterkt félagið sem er að selja leikmanninn er og hversu sterk deildin sem leikmaðurinn kemur úr er.

Vonast er til þess að ensk félög treysti meira á heimamenn út af þessum nýju reglum en þær taka gildi 1. janúar. Hægt er að lesa nánar um þær hérna.


Athugasemdir
banner
banner