Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane tapað fleiri leikjum en Steve Bruce
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Það hefur ekki gengið vel hjá spænska stórveldinu Real Madrid í upphafi þessa tímabils.

Liðið er með 17 stig eftir fjóra leiki í spænsku úrvalsdeildinni og situr í fjórða sæti. Real tapaði fyrir Alaves á heimavelli í La Liga um síðustu helgi.

Í kvöld töpuðu svo Madrídingar fyrir Shakhtar Donetsk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar - í annað sinn á þessu tímabili. Liðið er í hættu á að falla úr keppni og fara í Evrópudeildina, félag sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð frá 2016 til 2018.

Tölfræðingurinn Duncan Alexander segir frá því á Twitter í kvöld að Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, sé á þessu tímabili búinn að tapa fleiri leikjum en Steve Bruce, stjóri Newcastle á Englandi.

Eftir leikinn í kvöld sagði Zidane á blaðamannafundi: „Ég mun ekki segja af mér."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner