Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. desember 2021 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Salah var reiður eftir leik!
Jürgen Klopp og Mo Salah ánægðir eftir sigurinn
Jürgen Klopp og Mo Salah ánægðir eftir sigurinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Þetta var virkilega góður leikur frá mínu liði og mjög þroskuð frammistaða. Mun betri en árin á undan og sérstaklega á Goodison," sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 4-1 sigurinn á Everton á Goodison Park.

Jordan Henderson kom Liverpool á blað eftir níu mínútur áður en Mohamed Salah gerði næstu tvö mörk liðsins. Diogo Jota skoraði svo laglegt mark undir lokin.

„Við vorum alltof opnir þegar við gáfum markið en það getur gerst þegar þú ert með yfirburði. Við hefðum átt að vera 1-0 eða 2-0 yfir áður en við gerðum fyrsta markið."

„Við skoruðum þessi mörk til að komast í 2-0 og við vorum samt ekkert endilega það grimmir þannig við gáfum þeim líf. Ég er ekki að leitast eftir fullkomnun og ef þetta væri auðvelt þá gætu allir gert þetta. Strákarnir gerðu vel."

„Við erum í góðum gír í augnablikinu en þetta var besta frammistaðan á Goodison síðan ég tók við. Fólk sagði við mig fyrir leik að formið eða ástandið á liðunum skipti engu máli fyrir nágrannaslagi en ég sé þetta öðrum augum."

Klopp segir að Salah hafi ekki verið sáttur þegar hann kom inn í klefa og var að vonast eftir þrennunni sem kom þó aldrei.

„Hann var reiður eftir leik! Hann vildi skora þriðja markið. Ég tek þessu ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann neyðir manninn í þessi mistök í öðru markinu hans. Mo setti pressu á Coleman og vinnur boltann og þá var góður möguleiki á að hann myndi skora," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner