Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 01. desember 2021 06:00
Atli Arason
Heimild: Mail+ | Malay Mail 
Klopp: Van Dijk á erfitt með að gleyma síðasta leik í Guttagarði
Pickford tæklar Van Dikj
Pickford tæklar Van Dikj
Mynd: Getty Images
Fyrir rétt rúmu ári síðan spilaði Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, aðeins 11 mínútur í baráttunni um Bítlaborgina þegar Liverpool var í heimsókn hjá Everton. Van Dijk sleit krossbönd eftir samstuð við Jordan Pickford, markvörð Everton.

Jurgen Klopp segir erfitt fyrir Van Dijk að gleyma þessum leik sem varð til þess að varnarmaðurinn öflugi spilaði ekki meira á tímabilinu.

„Við erum öll mannleg svo það er líklega erfitt að gleyma og hunsa eitthvað svona, auðvitað. Svona atvik geta þó alltaf komið upp í fótbolta,“ sagði Jurgen Klopp á fréttamannafundi í gær fyrir leikinn.

„Þetta er þó atvik sem ætti ekki að gerast í fótbolta. Þetta gerist ekki oft, ég man ekki eftir því að þetta hafi skeð síðan þá í einhverjum leik. Það er mikil óheppni þegar leikmaður meiðist svona alvarlega eins og gerðist þarna. Það hefði átt að takast á við þetta atvik öðruvísi en gert var en það skiptir þó ekki máli núna.“

Klopp vill að sínir menn nálgist leikinn eins og hvern annan leik, þó hann viti að þessi leikur er afar sérstakur fyrir Liverpool borg.

„Við vitum að það eru einstakir hlutir í kringum svona nágranaslagi en í grunnin er þetta samt bara einn annar fótboltaleikur og við munum nálgast hann sem slíkan.“

Leikur Everton og Liverpool hefst klukkan 20:15 í kvöld og það verður áhugavert að sjá hvernig Pickford og Vin Dijk munu bera sig í þessum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner