Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   mið 01. desember 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Raphinha mikilvægur" - Erfið dagskrá Leeds í desember
Raphinha er lykilmaður hjá Leeds.
Raphinha er lykilmaður hjá Leeds.
Mynd: EPA
Leeds United vann ákaflega mikilvægan 1-0 sigur segir Crystal Palace í gær. Sigurinn gefur liðinu andrými og lyftir því fjær fallsætunum.

Brasilíumaðurinn skemmtilegi Raphinha skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma í leik þar sem ekki voru mörg opin færi.

„Raphinha er okkur mjög mikilvægur og það þarf karakter til að taka vítaspyrnu á þessum tíma, persónuleika og hugrekki. Hann gaf okkur stigin þrjú," sagði Marcelo Bielsa.

Raphinha er algjör lykilmaður í sóknarleik Leeds og þá er hann að festa sig í sessi í landsliði Brasilíu. Hann lék sinn fyrsta landsleik á þessu ári og er kominn með tvö mörk í fimm leikjum.

„Við höfum ekki fengið mjög mörg stig á þessu tímabili og við lítum á hvern leik sem tækifæri til að bæta úr því. Andstæðingarnir hafa þróað sinn leik vel og það var erfitt að halda marki okkar hreinu," sagði Bielsa eftir sigurinn gegn Palace.

Erfið leikjadagskrá Leeds í desember
Leeds á annan heimaleik á sunnudaginn, gegn Brentford, og þar á eftir fylgir svo strembin leikjadagskrá út mánuðinn. Leeds mun leika gegn Chelsea, Manchester City, Arsenal, Liverpool og Aston Villa áður en nýtt ár gengur í garð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
2 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 24 +4 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
8 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 25 23 +2 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner