Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 01. desember 2022 09:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal birtir færslu: Við erum öll með þér Ben
Varnarmaðurinn Ben White yfirgaf enska landsliðshópinn í gær og ekki er búist við því að hann muni koma aftur til móts við hópinn í Katar þar sem heimsmeistaramótið stendur núna yfir.

Sagt var frá því í tilkynningu frá enska fótboltasambandinu í gær að White væri að yfirgefa hópinn af persónulegum ástæðum.

Rætt var um það í HM hringborðinu í gærkvöldi að það hlyti eitthvað alvarlegt að hafa gerst í persónulegu lífi leikmannsins en í yfirlýsingunni var einnig beðið um að White fengi næði á næstu dögum og vikum.

„Persónulegar ástæður, það er hægt að gefa sér að það er leiðinlegt mál," sagði Sæbjörn Þór Steinke.

Einnig var rætt um það hvernig Arsenal, félag White, kom fram á samfélagsmiðlum en Lundúnafélagið birti færslu og skrifaði við hana: „Við erum öll með þér Ben."

White hefur verið að spila vel á tímabilinu með Arsenal en hann kom ekkert við sögu á HM með Englandi.


HM hringborðið - Danmörk heim með skottið á milli lappanna
Athugasemdir
banner
banner