Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. desember 2022 08:55
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo vill enn spila í Meistaradeildinni - Real Madrid fylgist með Bruno
Powerade
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
United vill Cody Gakpo.
United vill Cody Gakpo.
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Bale?
Hvað gerir Bale?
Mynd: Getty Images
Ronaldo, Gakpo, Rashford, Fernandes, Dumfries, Gilmour, Busquets, Bale og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC er með eyru alls staðar og tekur saman það helsta úr slúðurheimum.

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo (37) hefur fengið tilboð frá Al-Nassr að verðmæti 150 milljónir punda á tímabili. Ronaldo er samningslaus eftir að hann yfirgaf Manchester United. (Telegraph)

Ronaldo er enn með löngun í að spila í Meistaradeild Evrópu og hefur enn ekki samþykkt tilboð Al-Nassr. (Sun)

Manchester United er í sambandi við umboðsmenn Cody Gakpo (23), sóknarmanns PSV Eindhoven. United vonast til að fá leikmanninn í janúar. (Fabrizio Romano)

Manchester United mun nýta sér klásúlu í samningi Marcus Rashford (25) og framlengja hann um 12 mánuði til viðbótar. Með því hindrar félagið að hann geti rætt við önnur félög. (Mirror)

Real Madrid fylgist með Bruno Fernandes (28), miðjumanni Manchester United og portúgalska landsliðsins, á HM í Katar. (Record)

Tottenham þarf að greiða 26 milljónir punda til að fá hollenska hægri bakvörðinn Denzel Dumfries (26) frá Inter. (Football Italia)

Skoski miðjumaðurinn Billy Gilmour (21) gæti farið frá Brighton til Villarreal á lánssamnngi í janúar. (Times)

Spænski miðjumaðurinn Sergio Busquets (34) hefur áhuga á að ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni þegar samningur hans við Barcelona rennur út í júní. (Mirror)

Juventus hefur áhuga á króatíska varnarmanninum Josko Gvardiol (20) hjá RB Leipzig en Chelsea er talið líklegast að fá hann. (Gazzetta dello Sport)

Gareth Bale (33), framherji Los Angeles FC, mun taka ákvörðun um framtíð sína í febrúar. Bale segist vilja halda áfram að spila með velska landsliðinu. (Mirror)

Samningur Bale við LAFC er með ákvæði sem þýðir að hann getur yfirgefið félagið áður en nýtt tímabil í MLS hefst. (Sun)

Sven Mislintat, fyrrum umsjónarmaður leikmannakaupa hjá Arsenal, kemur til greina sem íþróttastjóri Liverpool í stað Julian Ward sem hefur látið af störfum. Mislintat vann með Jurgen Klopp hjá Borussia Dortmund. (Sky Sports Germany)

Umboðsmaður Fílabeinsstrendingsins Franck Kessie (25), sem fór frá AC Milan til Barcelona í júlí, útilokar endurkomu hans til Ítalíu. Sagan segir að Inter hafi gert tilboð í miðjumanninn. (Calciomercato)

Manchester United er ásamt Arsenal að reyna að fá skoska varnarmanninn Jack Wylie (15) frá Rangers. (Mirror)

Jordi Cruyff, íþróttastjóri Barcelona, segir félagið hafa fylgst með Mohammed Kudus, leikmanni Gana og Ajax. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner