Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
   fös 01. desember 2023 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
28 ára vinstri bakvörður sem spilar með Kalmar í Svíþjóð.
28 ára vinstri bakvörður sem spilar með Kalmar í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék alla leikina með Kalmar á tímabilinu og allar mínúturnar í öllum deildarleikjunum.
Lék alla leikina með Kalmar á tímabilinu og allar mínúturnar í öllum deildarleikjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður vill horfa til baka og ekki sjá eftir neinu.
Maður vill horfa til baka og ekki sjá eftir neinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson var að klára sitt annað tímabil hjá sænska félaginu Kalmar. Liðið endaði í sjötta sæti í ár eftir að hafa endað í fjórða sæti í fyrra.

Vinstri bakvörðurinn segir árangurinn ásættanlegan. „Ég myndi segja að það að vera topp sex klúbbur í Svíþjóð, miðað við stærð klúbbsins, held ég að sé mjög gott. Við spilum góðan fótbolta, erum með stráka sem vilja bæta sig og ef horft er í tölfræðina erum við að gera marga góða hluti og marga hluti rétt," sagði Davíð við Fótbolta.net í dag.

Hann er 28 ára og kom til Kalmar frá Álasundi fyrir tímabilið 2022. Honum finnst boltinn sem Kalmar spilar skemmtilegur. „Algjörlega. Þegar ég fer í Kalmar þá frétti ég af þjálfaranum sem var þá - og er með Malmö núna. Ég frétti að þeir væru með ákveðið einkenni og með sína sýn á fótbolta. Það var nákvæmlega staðan og hentar mér rosa vel."

Ætlar að bíða og sjá fyrst hvað Kalmar vill gera
Davíð á eitt ár eftir af samningi sínum, er hann að kíkja í kringum sig?

„Nei, í rauninni ekki. Ég ætla að bíða og sjá hvað þeir vilja gera fyrst og svo hvað kemur upp, taka einn dag í einu. Mér líður allavega vel þarna."

„Síðasta tímabil var mjög gott, ég var mjög stöðugur, spilaði mikið. Tímabilið á undan var kannski aðeins betra, en ég er sáttur."


Davíð lagði upp eitt mark á tímabilinu, hefði hann viljað koma að fleiri mörkum? „Já. Það er svolítið þannig að þegar það byrjar að detta þá dettur það. Vonandi kemur það bara á næsta ári."

Sýnir að maður er mikilvægur liðinu
Hann var einn af sex leikmönnum í Allsvenskan sem léku allar mínúturnar á tímabilinu.

„Ég áttaði mig ekki á því fyrr en það voru tvær umferðir eftir, þá var ég látinn vita af því. Ég er mjög hreykinn af því, mjög jákvætt. 100%, það sýnir að maður er mikilvægur liðinu."

„Það kom eitt tímabil með Breiðabliki þar sem mig minnir að ég hafi spilað allar mínútur. Ég hef verið heppinn með meiðsli og allt það, er grannur og léttur."


Líður vel í Svíþjóð - Mikill fótboltakúltúr
Lífið í Svíþjóð er mjög gott segir Davíð og honum leiðist ekki.

„Mér líður mjög vel þarna og á marga góða vini. Hef ekkert slæmt um Kalmar að segja, í rauninni allt jákvætt og mér líður mjög vel, góðir strákar í liðinu og liðið skemmtilegt. Fótboltahliðin skiptir máli: að vera í góðu liði. Þegar það gengur vel þá er skemmtilegra. Við erum nokkrir í hóp sem förum alltaf og fáum okkur kaffi og gerum eitthvað um helgar. Ég hef alltaf eitthvað að gera."

Hvernig er að spila í sænsku deildinni?

„Þetta er öflug deild, mikið áhorf, mikið af fólki sem kemur á vellina og mikill fótboltakúltúr. Þegar þú ferð að spila í Stokkhólmi fyrir framan 20, 30, 40 þúsund manns, það er geðveik tilfinning. Það eru mörg lið sem eru með góðan stuðning. Þegar við fáum stórliðin í heimsókn til okkar þá er það ógeðslega gaman. Skemmtileg deild."

Vill geta horft til baka án þess að sjá eftir einhverju
Ertu með draum um að spila á enn hærra stigi?

„Auðvitað, eru ekki allir þannig? Maður vill horfa til baka og ekki sjá eftir neinu. Það er eitthvað sem ég er að reyna gera líka. Ef það gerist þá gerist það, ef það gerist ekki þá er það bara þannig. Í dag er ég sáttur við þetta 'level'," sagði Davíð.

Í viðtalinu, sem má sjá í spilaranum efst, er Davíð einnig spurður út í landsliðið og að sjá uppeldisfélagið í Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner